Notkunarskilmálar eru settir til að uppfylla reglur um persónuvernd og vafrakökur

1. Notkunarskilmálar – Almennt

Notkunarskilmálar fyrir EMDR stofuna.

Þessi vefsíða EMDR stofan er í eigu og er rekin af EMDR stofan ehf., kt.420518-1530, Klapparberg 16, 111 Reykjavík, Íslandi.

EMDR stofan  ehf., er skuldbundin og rekin skv. lögum og reglum íslenska ríkisins. Hér eftir er vísað til vefsíðunnar sem vefsíðu EMDR stofunnar.

Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála vandlega áður en þú notar vefsíðu EMDR stofunnar.

Með notkun á þessari vefsíðu samþykkir þú að vera bundin/n af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum.

Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála, önnur viðeigandi skjöl og takmarkanir sem þér eru gerðar grein fyrir á meðan þú notar þessa vefsíðu, þá:

  • er þér óheimilt að nota þessa vefsíðu
  • samþykkir þú að nota ekki að neinu leyti vefsíðu EMDR stofunnar

2. Notkunarskilmálar – Skilgreiningar

Á vefsíðu EMDR stofunnar og í notkunarskilmála gildir: 

Við og okkar í öllum föllum íslensku á við um fyrirtækið EMDR stofan ehf.

Þú og ykkar í öllum föllum íslensku á við um þig eða þá sem eru að nota þessa vefsíðu (einnig í gegnum þriðja aðila).

Vefsíða og vefsíðan á við um þessa vefsíðu EMDR stofunnar.

„Notkunarskilmálar“ og „skilmálar“ eiga við „notkunarskilmála vefsíðu EMDR stofunnar.

3. Notkunarskilmálar – Umfang 

Þessir notkunarskilmálar eiga aðeins við þessa vefsíðu, alla notkun á þessari vefsíðu og innri síður þessarar vefsíðu.

4. Notkunarskilmálar – Upplýsingavernd og kökur

Vefsíða EMDR stofunnar notar tól til að greina hvernig notendur nota síðuna.

Greiningartólið notar „vafrakökur“ (cookies).  Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði.

Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda.

Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.

Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka?

Setukökur gera vefsvæðum kleift að tengjast aðgerðum notanda meðan á vafrasetu stendur. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi.  Til dæmis til að muna hvað notandi hefur sett í innkaupakörfu meðan hann er inni á vefsvæði.

Setukökur má einnig nota í öryggisskyni. Setukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.

4.1. Fyrsta og þriðja aðila vafrakökur

Það ræðst af léni vefsvæðis sem gerir vafrakökuna hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka.

Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir.

Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir.

Þeir sem óttast vafrakökur og vilja aftengja þær geta gert það í vafrastillingum.

Tekið skal fram að vefsvæðið okkar ábyrgist ekki nákvæmni eða öryggi efnisinnihalds á þriðja aðila vefsvæðum.

4.2. Til hvers vafrakökur

Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi.  Til dæmis til að:

  • bæta virkni heimasíðu EMDR stofunnar
  • til greiningar og
  • til að beina auglýsingum til markhópa

Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

Þessar skrár safna nafnlausum upplýsingum um nethegðun og skrá upplýsingar um gesti vefsíðunnar.

Upplýsingarnar sem vafrakakan sendir um notkun þína á vefsíðunni (þar með talin IP-tala þín) er send til greiningartóla hjá þriðja aðila.

Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að:

  • meta notkun gesta á síðunni og
  • til að taka saman tölulegar upplýsingar um notkun vefsíðunnar.

Þetta er til að sjá:

  • hvenær síðan er notuð
  • hvaðan viðskiptavinir eru að nota síðuna
  • hversu margir nota síðuna

Einnig til að sjá og hvort þeir hyggist nota hana.  Til dæmis  kaupa eitthvað á henni ef boðið verður upp á að kaupa beint af síðunni.  Skrá sig á póstlistann sem getur verið í boði á einhverjum tímapunkti o.s.frv.

Hvorki við né greiningartól þriðja aðila munum nota upplýsingarnar til að safna persónugreinanlegum upplýsingum þeirra sem nota síðuna.

Þjónustuaðilar munu ekki tengja IP-tölu við neinar aðrar upplýsingar þess sem á hana og notar síðuna.

Hvorki EMDR stofan eða þriðji aðili munu tengja IP-töluna við persónuupplýsingar notanda.

Með því að samþykkja skilmála EMDR stofunnar um notkun á cookies er EMDR stofunni m.a. veitt heimild til þess að:

  • bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna
  • að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum
  • að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar
  • að birta notendum auglýsingar
  • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um svæðið

EMDR stofan mun mögulega nota Google Analytics frá Google og Facebook Pixels frá Facebook.

Analytics og Pixels safnar upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum.

Google Analytics og Facebook Pixels nota sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði.

4.3. Slökkva á notkun á kökum

Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vefvafra sína þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst.

Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsíðunni.

Af því að til eru margir mismunandi vefvafrar, höfum við ekki gefið leiðbeiningar fyrir þá alla hér. En þú getur heimsótt vefsvæðið www.allaboutcookies.org til að fá frekari upplýsingar.

4.4. Hversu lengi eru cookies á tölvum/snjalltækjum notenda?

Vefkökur eru geymdar í tölvum notenda að hámarki í 24 mánuði frá því að notandi heimsótti síðast vefsíðu EMDR stofunnar.

4.5. Annað varðandi vefkökur

Við munum aldrei tengja upplýsingar sem við söfnum í gegnum vefkökur við neinar persónugreinanlegar upplýsingar notanda.

Allar upplýsingar sem eru settar inn á síðuna (s.s. tölvupóstfang, símanúmer o.s.frv.) munu aldrei verða seldar.  Þeim verður aldrei dreift eða að öðru leyti deilt með þriðja aðila.

4.6. Verndun upplýsinga sem veittar eru í „hafa samband“ hlekk

Ef þeir sem nota vefsíðuna smella á „hafa samband“ hlekk á síðunni og senda inn upplýsingar sem beðið er um, mun nafn þitt, kennitala, netfang, gsm númer og efni fyrirspurnar sendast í tölvupósti til [email protected]. Tölvupósturinn getur vistast í þínu tölvupóstsforriti og/eða tölvupóstsforriti EMDR stofunnar.  

Starfsfólk EMDR stofunnar áskilur sér rétt til að bregðast við fyrirspurninni í samræmi við innihald hennar. Gildir það um hvort á að hafa samband við þig, gefa þér tíma hjá meðferðaraðila, vísa þér annað, o.s.frv.  

Allar upplýsingar sem eru gefnar til að EMDR stofan geti haft samband, eru einungis nýttar til þess.

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi greiningu þriðja aðila á upplýsingum vefsíðunnar, vinsamlegast hafið samband við [email protected]

Við tökum fram að við förum án undantekninga eftir lögum íslenska ríkisins, nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

5. Notkunarskilmálar – Hugverk

Allar upplýsingar, gögn og efni sem sett er fram á þessari vefsíðu, þar með talin (en takmarkast þó ekki við):

  • nöfn
  • vörumerki
  • verð og uppsetning vefsíðunnar

er bundið

  • höfundarrétti
  • vörumerkjavernd
  • vernd upplýsingabanka
  • og öðrum reglum um vernd á hugverki

Þú mátt aðeins nota þessar upplýsingar og efni handa þér persónulega en ekki til að selja áfram eða í þeim tilgangi að hagnast á því sjálf/ur.

Öll notkun á upplýsingum og efni síðunnar, án leyfis, er óleyfileg og mun brjóta í bága við notkunarskilmála þessarar vefsíðu og mun brjóta í bága við lög um vernd á hugverki.

Ef slík ólögleg notkun kemur upp þá áskiljum við okkur rétt til að hefja lögsókn eða á annan hátt verja okkur, án þess að tilkynna þér það sérstaklega fyrirfram.

6. Notkunarskilmálar – Öryggi

Þú getur aðeins notað þessa vefsíðu fyrir þig persónulega. 

Þú ert ábyrg/ur fyrir því að geyma með þér þær upplýsingar sem þú setur á vefsíðuna s.s. nafn, netfang, símanúmer, persónulegar upplýsingar, lykilorð ef við á og bókun á tímum, á námskeið ofl.

Ef þú af einhverjum ástæðum telur að aðgangur þinn að vefsíðunni sé ekki lengur öruggur til dæmis vegna þess að þú hefur:

  • týnt upplýsingunum
  • verið rænd/ur

eða eitthvað annað hefur komið upp sem veldur því að þriðji aðili gæti haft aðgang að upplýsingum þínum, þá skaltu án tafar breyta þeim upplýsingum sem við á.

7. Notkunarskilmálar – Breytingar

Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er og slíkar breytingar munu gerast strax og við breytum þessum texta.

Áframahaldandi notkun þín á síðunni og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.

Við áskiljum okkur einnig rétt, án þess að tilkynna það öðrum, til að gera fyrirvaralausar breytingar á vefsíðunni.

8. Notkunarskilmálar – Hlekkir á aðrar vefsíður

Þessi vefsíða gæti innhaldið hlekki á aðrar vefsíður og myndbönd. Við stjórnum hvorki né getum breytt þeim upplýsingum, vörum og innihaldi slíkra síðna.

Notkun þín á þessum síðum er á þína eigin ábyrgð.

9. Notkunarskilmálar – Fyrirvari um ábyrgð

Upplýsingarnar og þjónustan sem birtist á þessari vefsíðu getur innihaldið ónákvæmni, villur og úreltar upplýsingar.

Við gefum okkur ekki að allar upplýsingar eigi við þig eða að þjónustan henti þér.

Upplýsingarnar birtast eins og þær eru án ábyrgðar.

Við tökum enga ábyrgð á slíkum villum í upplýsingum um þjónustu eða að upplýsingar eigi við það sem verið er að selja/setja fram, titla og höfundarrétt.

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að þú munir aldrei valda skaða beint eða óbeint vegna notkunar á vefsíðunni eða vegna innihalds hennar.  Þar með talið að upplýsingarnar hverfi, hvort heldur sem er vegna þess að þú brýtur þessa skilmála, skaðar (einnig með vanrækslu), skemmir vöruna (vefinn/innihald) eða á nokkurn annan hátt.

Ofangreindur fyrirvari um ábyrgð nær þó aðeins til þess sem leyfilegt er skv. íslenskum lögum.

10. Notkunarskilmálar – Bótakrafa

Það er skilyrði notkunar á vefsíðunni að þú samþykkir að bæta, verja og fría okkur ábyrgð gegn öllum kröfum, útgjöldum og skemmdum sem koma upp vegna notkunar þinnar á vefnum.

11. Notkunarskilmálar – Ýmislegt

Ef við höfum gleymt að setja eitthvað hér inn í þessa skilmála sem við erum þó vernduð gegn vegna notkunar þinnar á vefnum skv. íslenskum lögum og reglum, þá höfum við þó ekki afsalað okkur rétti okkar gagnvart einum né neinum.

Ef einhver hluti þessara skilmála eru dæmdir ógildir eða óframkvæmanlegir þá mun sá hluti verða fjarlægður úr skilmálunum án þess að það breyti neinu um skilmálana að öðru leyti.

12. Notkunarskilmálar – Gildandi lög, tungumál og lögsaga

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefsíðunni.

Öll deilumál munu verða afgreidd skv. íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á síðunni.

Hinsvegar munum við hefja lögsókn gegn hverjum þeim sem brýtur þessa notkunarskilmála á Íslandi eða hvar sem sá sem brýtur þá er.

13. Notkunarskilmálar – Samfélagsmiðlar 

Hinar svokölluðu samfélagslegu viðbætur („plug-ins”) á samfélagsmiðlum eru notaðir á vefsíðum okkar, sérstaklega Facebook „Like” viðbótin.

Facebook.com vefsíðan er starfrækt af Facebook Inc., 1601 S. California Ave, Palo Alto, CA 94304, USA.  Viðbætur Facebook eru venjulega merktar með Facebook vörumerkinu.

Ef þú heimsækir eina af vefsíðum okkar sem er með með Facebook„viðbót“ þá mun veraldrarvafrinn þinn útbúa hlekk yfir á vefþjóna Facebook. Sú staðreynd að þú heimsóttir vefsíðuna okkar mun vera áframsent til Facebook, jafnvel þó að þú sért ekki tengd(ur) á Facebook og án tillits til þess hvort þú hefur virkjað viðbótina, það er að segja smellt á hana.

Ef þú ert tengd(ur) inn á Facebook á meðan heimsókn þinni stendur á vefsíðum okkar, þá getur Facebook tengt vefsíður okkar við notandaaðgang þinn hjá þeim.  Ef þú smellir á „Like“ hnapp þá mun sú aðgerð vera send til Facebook og geymd þar svo þú getir deilt „Like“ upplýsingunum með þínum vinum á Facebook.  Það sama á við ef þú notar „Public“, „Share“ eða „Share with friends“ aðgerðirnar sem eru virkar á sumum af vefsíðum okkar.  

Við getum ekki haft áhrif á eðli og umfang þeirra gagna sem eru send til Facebook.  Ennfremur vitum við ekki nákvæmlega hvað af gögnum þínum er sent til Facebook eða í hvaða tilgangi Facebook notar þau gögn.  

Í hverju tilfelli, er IP tölu þinni og – samkvæmt Facebook – upplýsingum um heimsóttar vefsíður, dagsetningu og tíma heimsóknarinnar og öðru vafra tengdum uppýsingu miðlað til þeirra.  

Þú getur fundið nánari upplýsingar um þetta á þessari slóð á Facebook: https://www.facebook.com/help/186325668085084

Þú getur fundið ítarlegri upplýsingar um söfnun, geymslu og notkun þinna persónlegu gagna af hálfu Facebook og þær stillingar sem í boði eru til að vernda þín persónulegu gögn á Facebook hér:https://www.facebook.com/about/privacy/ 

14. Persónuverndarstefna EMDR stofunnar ehf.

Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða skjólstæðinga og viðskiptavini EMDR stofunnar.  Til starfsfólks EMDR stofunnar, forsvarsmanna viðskiptavina og annarra samstarfsaðila sem og annarra sem eiga í samskiptum við EMDR stofuna, (hér eftir sameiginlega vísað til „skjólstæðinga“ „viðskiptavina“ eða „þín“).

EMDR stofan ehf., (í öllum föllum, einnig vísað til sem „við“, „okkar“, „félagsins“, „stofunnar“) kt. 420518-1530, Klapparbergi 16, 111 Reykjavík hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum EMDR stofan safnar.  Með hvaða hætti hún nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Ef þú ert í vafa um það hvernig stefna þessi varðar þig, vinsamlega hafðu samband við á [email protected] fyrir frekari upplýsingar. Nánari samskiptaupplýsingar koma fram í lok stefnunnar.

14.1. Tilgangur og lagaskylda

EMDR stofan leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf. Þessi stefna er byggð á lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga („persónuverndarlög“), með síðari breytingum.  

EMDR stofan leitast við að uppfylla á sama tíma í hvívetna lög um sjúkraskrár og meðferð sjúkraskráa byggð á lögum nr 55/2009.

14.2.  Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Það eru upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

14.3.  Persónuupplýsingar sem EMDR stofan vinnur um viðskiptavini og skjólstæðinga

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar.

Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú sért sjálf/ur í viðskiptum við félagið eða hvort þú komir fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið, t.d. birgja, stofnunar, fyrirtækis, eða annarra.  

Þá safnar EMDR stofan persónuupplýsingum um þig verðir þú skjólstæðingur hjá starfsfólki stofunnar, í samræmi við lög um sjúkraskrár og varðveislu þeirra.

Póstlistar: Ef þú skráir þig á póstlista EMDR stofunnar mun félagið vinna með upplýsingar um nafn þitt og netfang. Sú vinnsla byggir á samþykki þínu. Þér er heimilt hvenær sem er að afturkalla það samþykki þitt og afskrá þig af póstlista félagsins.

Viðskiptavinir: Komir þú fram fyrir hönd samstarfsaðila EMDR stofunnar, s.s. birgja, verktaka eða viðskiptamann sem er lögaðili, kann EMDR stofan að vinna með tengiliðaupplýsingar þínar, s.s. nafn, símanúmer og tölvupóstfang.

Þá kann EMDR stofan að vinna með samskiptasögu og eftir atvikum reikningsupplýsingar. Þessi vinnsla er EMDR stofunni og/eða starfsfólki hennar nauðsynleg til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli samnings við viðkomandi samstarfsaðila og/eða skjólstæðinga.

Þá kann félaginu að vera skylt að vinna með upplýsingar á grundvelli lagaskyldu, s.s. bókhaldslaga og laga um sjúkraskrár.

Upplýsingar um þig kunna að koma frá þriðja aðila (til dæmis Virk, félagsþjónustu, starfsendurhæfingu, vinnuveitanda þínum, o.s.frv.). Sé persónuupplýsinga aflað frá þriðja aðila mun félagið leitast við að upplýsa viðskiptavini sína um slíkt eftir því sem við á.

Allar upplýsingar sem tengjast sjúkraskrá þinni eru varðveittar samkvæmt lögum og reglum um sjúkraskrár og meðferð þeirra.  Athygli er vakin á því að verði sjúkraskrárkerfi EMDR stofunnar lagt niður er hún lagalega skyld að afhenda Landlækni sjúkraskrárnar sem getur ráðstafað þeim annað, meðal annars til Þjóðskjalasafns.  Hér má lesa nánar um lög um sjúkraskrár https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009055.html

Bókhaldsgögn ber EMDR stofunni að varðveita í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs samkvæmt lögum um reikningsskil. 

14.4. Miðlun til þriðja aðila

EMDR stofan kann að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila, til dæmis til innheimtuaðila.  Um er þá að ræða nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer og sú upphæð sem gjaldfallin er og ógreidd er.  

Persónuupplýsingar þínar kunna jafnframt að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem heimilað er.  Þá er þeirra krafist á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. til Ríkisskattsstjóra, á grundvelli dómsúrskurða eða til að félagið og/eða starfsfólk þess geti gætt hagsmuna þinna og/eða sinna í dómsmáli, eða máli sem krefst aðkomu lögfræðinga.  

Þá getur þú ávallt óskað eftir að persónuupplýsingar þínar séu veittar til þriðju aðila, gegn því að undirrita samþykki þar að lútandi.

14.5. Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

EMDR stofan leitast við að meðhöndla allar persónuupplýsingar eins og lög kveða á um varðveislu sjúkraskrár.  

Persónuupplýsingar sem koma frá þér í formi tölvupósta, í gegnum „hafðu samband“ hnapp á vefsíðu EMDR stofunnar, í formi skilaboða í gegnum ritara eða annað starfsfólk EMDR stofunnar eða annarra fyrirtækja eða stofnanna, leitast EMDR stofan við að vernda með sérstöku tilliti til eðlis þeirra.  

EMDR stofan og starfsfólk hennar getur ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga sem verða eftir í rafrænu umhverfi eins og tölvupósti, ef tölvupóstkerfið verður fyrir árás hakkara eða vírusa.

14.6. Meðferð tölvupósts

Vinsamlegast athugið að tölvupóstar frá EMDR stofunni ehf. og viðhengi þeirra eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál.

Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti og viðhengjum hans biðjum við þig að fara eftir 9. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá þér né notfæra þau á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis að þau hafi ranglega borist þér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.

Tölvupóstar til EMDR stofunnar og starfsfólks hennar geta orðið hluti af sjúkraskrá þinni hjá EMDR stofunni.

14.7. Réttindi þín hvað varðar þær persónuupplýsingar sem félagið vinnur

Þú átt rétt á að fá staðfest hvort við vinnum persónuupplýsingar um þig eða ekki.  Þú getur óskað eftir aðgangi að upplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað. Þá kann einnig að vera að þú hafir rétt á að fá afrit af upplýsingunum.

Við ákveðnar aðstæður getur þú farið fram á það við félagið að við sendum upplýsingar, sem þú hefur sjálf/ur látið okkur í té eða stafa frá þér, beint til þriðja aðila.

Við ákveðnar aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar. Þetta á  til að mynda við þegar að varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni. Sé vinnslan byggð á samþykki er þér hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Athugaðu að lög kunna að skylda félagið til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum, svo sem lög um sjúkraskrár.

Ef upp koma aðstæður þar sem að félagið getur ekki orðið við beiðni þinni mun félagið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

14.8. Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar

Ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er í 7. gr. í stefnu þessari, eða ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnu þessa eða það hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband á [email protected].

Ef að þú ert ósátt/ur við vinnslu félagsins á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

14.9. Samskiptaupplýsingar 

Við höfum tilnefnt Gyðu Eyjólfsdóttur til að hafa umsjón með eftirfylgni þessarar persónuverndarstefnu. Hér fyrir neðan má finna samskiptaupplýsingar hennar:

[email protected]

546-0406

Samskiptaupplýsingar um félagið:

EMDR stofan ehf.

Vallakór 4

203 Kópavogur

Endurskoðun – Notkunarskilmálar og Persónuverndarstefna

EMDR stofan getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar.

Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu félagsins.

Þessir notendaskilmálar ásamt persónuverndarstefnu voru settir þann 14. júlí 2018