Á EMDR stofunni starfar fagfólk á sviði áfalla og áfallastreituröskunar auk allrar almennrar sálfræðiþjónustu. Einnig bjóðum við á EMDR stofunni sérhæfða þjónustu fyrir einstaklinga og pör í tæknifrjóvgunarferli.

Upphaf stofunnar má rekja til þess að árið 2005 flutti dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, aftur til Íslands eftir að hafa lokið doktorsnámi í ráðgjafarsálfræði við háskólann í Texas. Hún hafði þá líka lært EMDR meðferðina.

Mynd frá biðstofu EMDR stofunnar
Mynd af biðstofu EMDR stofunnar, karrígulur sófi

Þekking á þessari tegund meðferðar af skornum skammti hér á landi árið 2005 svo Gyða ákvað að flytja inn sálfræðing frá Bandaríkjunum til að kenna EMDR meðferðina. Sjálf bætti hún svo við sig handleiðararéttindum í EMDR meðferð, auk aðstoðarkennsluréttindum.

Í dag er búið að þjálfa um 200 meðferðaraðila sem nýta EMDR meðferð í vinnu með sínum skjólstæðingum.