EMDR Weekend 2 námskeið fyrir meðferðaraðila á geðheilbrigðissviði
2. mars, 2023 - 4. mars, 2023
| ISK158000EMDR námskeið
Seinni hluti – Weekend 2
Þann 2. til 4. mars 2023 verður seinni hluti grunnþjálfunar í EMDR meðferð haldinn. Roger Solomon, Ph.D. heldur seinna námskeiðið eins og það fyrra og aðstoðarkennarar eru tveir, Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.
WEEKEND 2 LEARNING OBJECTIVES
10 hours of didactic + 10 hours of supervised practice
- Describe 3 strategies to identify and effectively resolve problem areas in the utilization of EMDR
- Describe protocols for closing down incomplete sessions
- Describe 3 resources to use with difficult or resistant clients
- Describe a treatment plan to choose and prioritize targets appropriate for EMDR treatment
- Describe strategies for dealing with highly emotional responses
- Describe strategies for dealing with dissociative symptoms and phobias
- Describe strategies to treat more complex trauma-related disorders
Staðsetning og tímasetning:
2. – 4. mars 2023. Námskeiðið verður haldið í húsnæði EMDR stofunnar, Vallakór 4, 203 Kópavogur. Tímasetningar eru 8:30 til 17 alla 3 dagana nema Roger ákveði annað.
Kröfur til þátttakenda:
Þátttakendur þurfa að hafa lokið EMDR Weekend 1 hluta ásamt 5 tímum af viðurkenndri handleiðslu hjá aðstoðarkennara eftir fyrra námskeiðið.
Skráning, verð og greiðslufyrirkomulag:
Verðið á námskeiðinu er 158.000 kr. Til að skrá sig má senda skráningarupplýsingar (nafn, heimilisfang, netfang, gsm númer, ásamt nafni og kennitölu greiðanda) á Gyðu á netfangið [email protected]
Við skráningu er sendur reikningur í netbanka. Greiða þarf reikninginn í síðasta lagi 20. febrúar.
Athugið að ef stofnun eða vinnustaður er greiðandi að námskeiðsgjaldi umsækjanda þarf að vera öruggt að búið sé að greiða fyrir 20. febrúar, annars þarf þátttakandi að ganga sjálfur frá greiðslunni.
Ef hætt er við þátttöku eftir 20. febrúar fæst helmingur námskeiðsgjalds endurgreiddur. Ef hætt er við þátttöku í mars er námskeiðsgjald ekki endurgreitt.
Eftir námskeiðið þarf að ljúka aftur 5 tímum af handleiðslu og teljast þátttakendur þá hafa lokið grunnþjálfun og fá afhent Certificate of Completion. Athugið að handleiðslan er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu.