Hvað er breytt í nýju EMDR meðferðarhandbókunum? Námskeið með Roger Solomon
4. mars, 2023 @ 16:30 - 20:30
| ISK42000Þann 4. mars næstkomandi verður boðið upp á námskeiðið Hvað er breytt í nýju EMDR meðferðarhandbókunum? með Roger Solomon, Ph.D., sálfræðingi.
Um námskeiðið:
Árið 2022 komu út nýjar meðferðhandbækur (manuals) fyrir EMDR námskeiðin, bæði Weekend 1 og Weekend 2 námskeiðin. Meðferðarhandbækurnar eru mikið breyttar, m.a. búið að bæta inn fjórða flokknum í Negative og Positive Cognitions. Búið er að gera handbókina mun aðgengilegri, með litmyndum, betri skýringum og nýjum vinnublöðum sem búið er að íslenska. Roger Solomon mun á námskeiðinu fara yfir helstu breytingar í handbókunum.
Meðferðaraðilar sem hafa reynslu af gömlum meðferðarhandbókum og hafa komist yfir þessar nýju handbækur eru heillaðir af nýju bókunum! Í fyrra var önnur handbókin notuð í fyrsta sinn á Íslandi á Weekend 1 námskeiði og vakti hún mikla lukku. Í mars stendur til að nota hina handbókina í fyrsta sinn á Weekend 2 námskeiðinu 2. til 4. mars.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir EMDR meðferðaraðila sem hafa lokið Weekend 1 og Weekend 2 námskeiðum.
Staðsetning og tímasetning:
Námskeiðið verður haldið á Zoom og er 4.mars frá kl. 16:30 til 20:30.
Verð og greiðslufyrirkomulag:
Verðið á námskeiðinu er kr. 42.000 kr. Meðferðarhandbækurnar eru innifaldar og skulu sækjast á EMDR stofuna á einhverjum af eftirtöldum tímasetningum:
Miðvikudagur 1. mars milli 16 og 18
Fimmtudagur 2. mars milli 17 og 18
Þátttakendur á landsbyggðinni geta fengið bækurnar sendar að viðbættum sendingarkostnaði.
Við skráningu er sendur reikningur í netbanka. Greiða þarf reikninginn í síðasta lagi 20. febrúar. Athugið að ef stofnun eða vinnustaður er greiðandi að námskeiðsgjaldi umsækjanda þarf að vera öruggt að búið sé að greiða fyrir 20. febrúar, annars þarf þátttakandi að ganga sjálfur frá greiðslunni.
Ef hætt er við þátttöku eftir 20. febrúar fæst helmingur námskeiðsgjalds endurgreiddur.
Skráning:
Skráning er til 20. febrúar. Til að skrá sig má senda póst á [email protected] og taka fram:
Nafn þátttakanda:
Kennitölu:
Netfang:
Gsm síma:
Ef senda á handbækurnar út á land þarf að taka fram heimilisfang:
Ef greiðandi er annar en þátttakandi skal senda kennitölu greiðanda og það netfang sem reikningur fyrir námskeiðinu á að senda á.