Loading Events

Námskeiðið Líf með langvarandi verkjum – bætt líðan til framtíðar, er 6 vikna námskeið.

Námskeiðið er leitt af sálfræðingunum Gyðu Eyjólfsdóttur og Moniku Skarphéðinsdóttur.

Hvar og hvenær er Líf með langvarandi verkjum haldið?

Námskeiðið er haldið hjá EMDR stofunni að Vallakór 4, 3. hæð, 203 Kópavogi. Athugið að lyfta er í húsnæðinu.

Námskeiðið hefst 14. janúar 2020 og er vikulega á þriðjudögum frá kl. 13:30 til 15:30. Verð er kr. 72.000.

Út á hvað gengur námskeiðið?

Á námskeiðinu er farið yfir: 

  • hvað hefur áhrif á langvarandi verki
  • leiðir til að öðlast betri lífsgæði, þrátt fyrir langvarandi verki
  • bjargráð sem hafa áhrif á verkjaupplifun
  • tengsl líkamlegrar og andlegrar líðanar
  • virkni / ánægjuskráningu
  • að skora hugsanir á hólm
  • forgangsröðun
  • markmiðasetningu
  • tilfinningastjórnun
  • áhrif áfalla
  • leiðir til að hafa áhrif á verkjaupplifun

Er námskeiðið byggt á einhverjum rannsóknum?

Já, námskeiðið er byggt á aðferðum úr

  • hugrænni atferlismeðferð
  • EMDR meðferð
  • núvitund
  • djúpslökun
  • og fleiri nálgunum sem gagnast skjólstæðingum sem glíma við langvarandi verki.
  • námskeiðið er byggt á árangursmælingum

Árangursmælingar á Líf með langvarandi verkjum

Árangur er mældur á námskeiðinu.   

Mælingar sýna að í kjölfar námskeiðsins upplifa þátttakendur:

  • aukin lífsgæði
  • minni kvíða
  • minni depurð og streitu
  • aukna virkni og
  • minni verki. 

Eftir námskeiðið hafa þátttakendur tileinkað sér ýmiskonar leiðir til að hafa áhrif á verkjaupplifun sína og draga þannig úr áhrifum verkja á líðan sína.

Umsagnir þátttakenda á námskeiðinu hafa verið góðar

 „Mjög innihaldsríkt námskeið, allir ættu að geta fundið verkfæri sem að hentar þeim.“

Námskeiðið kynnti fyrir mér hvernig ég get lokað á verkina / hliðin mín“.

Ég þarf bara að taka um steininn minn og þá hverfa verkirnir“.

Þetta námskeið er búið að breyta lífi mínu“.

Frábært námskeið, ég fékk í hendurnar verkfæri til að vinna með“.

Hvað er átt við með langvarandi verkjum?

Verkir sem vara í meira en þrjá mánuði eru oft kallaðir langvarandi verkir.  Slíkir verkir geta haft mikil áhrif á líðan okkar, bæði líkamlega og tilfinningalega. Kvíði, depurð og pirringur eru algengar tilfinningar hjá þeim sem eru með langvarandi verki.  Það getur verið erfitt að fá skilning frá öðrum því langvarandi verkir sjást ekki endilega utan á okkur.

Hvers vegna ættir þú að skrá þig ef þú þjáist af langvarandi verkjum?

Sálfræðimeðferð getur haft góð áhrif á þá sem kljást við langvarandi verki. Þannig er hægt að bæta lífsgæði, auka virkni og draga úr kvíða, depurð og pirringi. Einnig er hægt að draga úr styrkleika verkjanna með ýmiskonar aðferðum.

Starfsfólk EMDR stofunnar býr yfir mikilli þekkingu hvað langvarandi verki varðar og býður upp á margvíslegar nálganir í tengslum við verki.

Allir EMDR meðferðaraðilar hjá EMDR stofunni hafa einnig góða reynslu af því að nota EMDR verkjameðferð.  Þá er yfirleitt byrjað á því að vinna áfallavinnu á þau atvik sem leiddu af sér verkjavanda og síðan beitt svokölluðu verkjaprótókóli sem gefur mjög góða raun. 

Langflestir skjólstæðingar finna góðan mun á verkjum sínum á um það bil 20 mínútum ef EMDR verkjameðferðin hentar þeim.

Kíktu á fræðslusíðuna okkar til að lesa meira um langvarandi verki. 

 

Deildu á samfélagsmiðla