Starfsfólk EMDR stofunnar býður upp á fjarviðtöl. Í viðtölunum er boðið upp á alla sömu meðferðarnálganir eins og í viðtölum á stofu, þar með talið EMDR meðferð sem skilar góðum árangri.

Þessi þjónusta hefur nýst vel á tímum Covid-19.  Fjarviðtöl henta einnig vel þeim sem eiga ekki heimangengt.

Þú hittir meðferðaraðilann þinn í gegnum fjarfundabúnað með einföldum og þægilegum hætti. Meðferðaraðilinn gefur þér tíma og sendir þér hlekk þar sem þú skráir þig inn í gegnum. Ferlið er mjög auðvelt.

  • Eini búnaðurinn sem þú þarft er tölva/sími og nettenging.

Þú getur pantað tíma með því að:

  • hringja til okkar s. 546-0406
  • sent meðferðaraðilanum þínum tölvupóst
  • sent viðtalsbeiðni á forminu hér fyrir neðan

EMDR stofan hefur leyfi frá Landlæknisembættinu fyrir fjarheilbrigðisþjónustu. Við nýtum Kara Connect fjarfundabúnað sem uppfyllir ströngustu öryggiskröfur og er eini fjarfundabúnaðurinn sem samþykktur er af Landlæknisembættinu.

Viðtalsbeiðni

    * Nauðsynlegt að fylla út