Flettiritið er eftir Rachel Walker, LMFT, sálmeðferðarfræðing í þýðingu dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sérfræðings í klínískri sálfræði. Ritið er hannað til að aðstoða meðferðaraðila á geðheilbrigðissviði til að veita nauðsynlegar upplýsingar um líðan tengdum áföllum og afleiðingar áfalla til þolenda.
Ritið er prentað í stóru broti svo hægt sé að halda á því í kjöltunni og þannig er auðvelt fyrir skjólstæðinginn að sjá á það þegar farið er yfir efni hverrar síðu.
Í ritinu er að finna almennar upplýsingar um áfallalíðan (tilfinningar, hugsanir og líkamleg einkenni sem eru afleiðing af áföllum). Flettiritið er myndskreytt með einföldum myndum sem útskýra flókin hugtök á einfaldan hátt. Myndirnar eru skýrar og grípandi og skjólstæðingar eiga auðvelt með að tengja við þær.
Upplýsingarnar og fræðslan í ritinu geta haft öflug áhrif á heila sem er undir áhrifum af áföllum. Fræðslan ein og sér er inngrip, en til viðbótar má finna ýmiskonar inngrip til að nota í meðferð. Mælt er með að hafa fræðsluna sem hluta af meðferðaráætlun og endurskoða áætlunina reglulega.
Meðferðaraðilar hafa verið mjög ánægðir með þessa viðbót í verkfærakistuna sína og margir skjólstæðingar sem eru þolendur áfalla veita þá endurgjöf að út frá fræðslunni skilji þeir sig í fyrsta sinn, og sýna sjálfum sér mun meiri samkennd og skilning en áður.
Við bendum einnig á handbók fyrir þolendur áfalla (og aðra áhugasama) sem hægt er að kaupa á síðunni. Meðferðaraðilar geta vísað skjólstæðingum sínum á að kaupa hana, eða keypt nokkur eintök sjálfir til að selja sínum skjólstæðingum.
Hægt er að hafa samband við þýðandann séu meðferðaraðilar með spurningar varðandi pantanir – [email protected]
Efnisyfirlit
- Sérstakar þakkir
- Skilaboð frá höfundinum
- Notkunarleiðbeiningar
- Tékklisti yfir áfallaeinkenni og áfallasögu
- Að ná sér eftir áföll felur í sér…
- Þolmörkin
- Ósjálfráðu varnarviðbrögðin
- Ósjálfráð varnarviðbrögð og þolmörk
- Áfallaminning (“Endurupplifun”)
- Áfallaminningar, ósjálfráðu varnarviðbrögðin og þolmörkin)
- Geðtengsl [Attachment]
- Geðtengslakerfið og ósjálfráðu varnarviðbrögðin
- Tengslaáföll
- Forðun (frábær aðferð til að lifa af)
- Að skoða (ný aðferð)
- Inngrip
- Kynnstu pörtunum þínum
- Fyrsta skref: Kortlagning
- Annað skref: Hlúð að
- Kortlagning á fleiri en einum parti í einu
- Þolmörkin aukin
- “Akkúrat rétti staðurinn”
- Munurinn á ró og dofa
- Munurinn á gleði og að vera hátt uppi
- Heimildir