Handbók um bata eftir áföll
Fyrir þolendur áfalla

Þessi stutta en yfirgripsmikla handbók er góður stuðningur við þolendur áfalla

Bókin sem er eftir Rachel Walker, LMFT, sálmeðferðarfræðing kemur nú út í þýðingu dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sérfræðings í klínískri sálfræði.

Bókin kostar 5.500 krónur. 

Það eru líka til nokkur eintök á ensku, verðið á þeim er 3.500 krónur.

Rachel Walker hefur gefið út frekara efni fyrir þolendur sem sjá má inni á heimasíðu hennar Trauma Recovery Store

Þessi netta, myndskreytta 48 blaðsíðna handbók er hönnuð fyrir alla þá sem lent hafa í áföllum og langar til að fræðast um áfallalíðan (tilfinningar, hugsanir og líkamleg einkenni sem eru afleiðing af áföllum), inngrip og fá upplýsingar um frekara lesefni.

Bókin er full af upplýsingum um áföll, áfallalíðan, geðtengsl og tengslaáföll. Einnig eru upplýsingar um bjargráð sem lesendur geta skoðað og beitt. Einnig eru kenndar einfaldar æfingar til að bregðast við kveikjum á áfallalíðan og koma á stöðugleika þegar áfallaeinkenna verður vart.

Bókin er fallega myndskreytt með einföldum myndum sem útskýra flókin hugtök á einfaldan hátt. Myndirnar eru skýrar og grípandi og lesandinn á auðvelt með að tengja við þær. Handbókin inniheldur lista yfir bækur sem mælt er með fyrir þolendur áfalla.

Einnig er listi yfir myndbönd og vefsíður sem áfallasérfræðingar mæla með fyrir þolendur áfalla.

Bókin talar jafnt til þolenda áfalla sem og meðferðaraðila.

Efnisyfirlit

  • Tékklisti fyrir áfallaeinkenni og áfallasögu
  • Hvað felur það í sér að ná bata eftir áföll?
  • Þolmörkin
  • Ósjálfráðu varnarviðbrögðin
  • Áfallaminningin (“Endurupplifunin”)
  • Geðtengsl [Attachment]
  • Tengslaáföll
  • Forðun (frábær aðferð til að lifa af)
  • Skoða (ný aðferð)
  • Hvað skal gera:
    • Kortlagning
    • Hlúð að
    • Munurinn á ró og dofa
  • Sérstakt lesefni fyrir þolendur áfalla
  • Heimildir
  • Um höfundinn, listamanninn og þýðandann

Bati eftir áföll
Leiðarvísir fyrir meðferðaraðila

Flettirit þetta er sérstaklega ætlað meðferðaraðilum á geðheilbrigðissviði sem starfa með skjólstæðinga sem lent hafa í áföllum. Það þarf samt ekki að vera meðferðaraðili til að mega kaupa flettiritið.

Ritið er eftir Rachel Walker, LMFT, sálmeðferðarfræðing og kemur nú út í þýðingu dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sérfræðings í klínískri sálfræði.

Ritið kostar 18.500 krónur.

Rachel Walker hefur gefið út frekara efni fyrir meðferðaraðila sem sjá má inni á heimasíðu hennar Trauma Recovery Store

Flettiritið er eftir Rachel Walker, LMFT, sálmeðferðarfræðing í þýðingu dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sérfræðings í klínískri sálfræði. Ritið er hannað til að aðstoða meðferðaraðila á geðheilbrigðissviði til að veita nauðsynlegar upplýsingar um líðan tengdum áföllum og afleiðingar áfalla til þolenda.

Ritið er prentað í stóru broti svo hægt sé að halda á því í kjöltunni og þannig er auðvelt fyrir skjólstæðinginn að sjá á það þegar farið er yfir efni hverrar síðu.

Í ritinu er að finna almennar upplýsingar um áfallalíðan (tilfinningar, hugsanir og líkamleg einkenni sem eru afleiðing af áföllum). Flettiritið er myndskreytt með einföldum myndum sem útskýra flókin hugtök á einfaldan hátt. Myndirnar eru skýrar og grípandi og skjólstæðingar eiga auðvelt með að tengja við þær.

Upplýsingarnar og fræðslan í ritinu geta haft öflug áhrif á heila sem er undir áhrifum af áföllum. Fræðslan ein og sér er inngrip, en til viðbótar má finna ýmiskonar inngrip til að nota í meðferð. Mælt er með að hafa fræðsluna sem hluta af meðferðaráætlun og endurskoða áætlunina reglulega.

Meðferðaraðilar hafa verið mjög ánægðir með þessa viðbót í verkfærakistuna sína og margir skjólstæðingar sem eru þolendur áfalla veita þá endurgjöf að út frá fræðslunni skilji þeir sig í fyrsta sinn, og sýna sjálfum sér mun meiri samkennd og skilning en áður.

Við bendum einnig á handbók fyrir þolendur áfalla (og aðra áhugasama) sem hægt er að kaupa á síðunni. Meðferðaraðilar geta vísað skjólstæðingum sínum á að kaupa hana, eða keypt nokkur eintök sjálfir til að selja sínum skjólstæðingum.

Hægt er að hafa samband við þýðandann séu meðferðaraðilar með spurningar varðandi pantanir – [email protected]

Efnisyfirlit

  • Sérstakar þakkir
  • Skilaboð frá höfundinum 
  • Notkunarleiðbeiningar
  • Tékklisti yfir áfallaeinkenni og áfallasögu
  • Að ná sér eftir áföll felur í sér…
  • Þolmörkin
  • Ósjálfráðu varnarviðbrögðin
    • Ósjálfráð varnarviðbrögð og þolmörk
  • Áfallaminning (“Endurupplifun”)
    • Áfallaminningar, ósjálfráðu varnarviðbrögðin og þolmörkin)
  • Geðtengsl [Attachment]
    • Geðtengslakerfið og ósjálfráðu varnarviðbrögðin
    • Tengslaáföll
  • Forðun (frábær aðferð til að lifa af)
  • Að skoða (ný aðferð)
  • Inngrip
    • Kynnstu pörtunum þínum
    • Fyrsta skref: Kortlagning
    • Annað skref: Hlúð að
    • Kortlagning á fleiri en einum parti í einu
    • Þolmörkin aukin
    • “Akkúrat rétti staðurinn”
    • Munurinn á ró og dofa
    • Munurinn á gleði og að vera hátt uppi
  • Heimildir