EMDR Weekend 2 námskeið fyrir meðferðaraðila á geðheilbrigðissviði
6. september - 8. september
| kr.166.000EMDR Weekend 2 námskeið fyrir meðferðaraðila á geðheilbrigðissviði
Þann 6. til 8. september næstkomandi verður boðið upp á námskeið í seinni hluta grunnþjálfunar í EMDR meðferð – Weekend 2. Roger Solomon, Ph.D kennir á námskeiðinu og aðstoðarkennarar eru tveir, Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur og Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur sem mun vera með einn fyrirlestur á námskeiðinu.
Námskeiðið er 20 tímar sem skiptist í 10 tíma af verklegum æfingum með handleiðslu þar sem unnið er í þriggja manna hópum og 10 tíma í kennslu þar sem meðal annars verður farið yfir:
- Aðferðir til að meðhöndla raskanir tengdar Complex Trauma
- Greinarmunur á umkvörtunarefni skjólstæðings og undirliggjandi vanda
- Innri og ytri resoursar sem skjólstæðingar þurfa að búa yfir til að fara í úrvinnslu
- Atriði hjá skjólstæðingi sem benda til þarfar fyrir meiri stöðugleikavinnu og bjargráðavinnu (resourcing)
- Munur á EMD, EMDr og EMDR, og hvenær er viðeigandi að nota hverja aðferð
- Nýleg áföll vs áföll í uppvexti (developmental trauma)
- Val á viðeigandi minningum fyrir EMDR meðferð og forgangsröðun þeirra
- Notkun hugarfléttu (Cognitive interweave) þegar úrvinnsla skjólstæðings er stífluð
- Aðferðir til að takast á við sterk tilfinningaviðbrögð í úrvinnslu
- Áföll og erfiðar lífsreynslur í tengslum við menningu
- Úrvinnsla á minningum eða sálræn skyndihjálp í tengslum við sorg og sorgarviðbrögð
- Fælni
- Klínísk einkenni hugrofs í meðferðartímanum og aðferðir til að vinna með hugrof sem kemur upp í úrvinnslu
- Fíkn og árátta. Hvar skal byrja (fortíð, nútíð, framtíð)?
- Skjólstæðingar sem hafa barist í stríði
Staðsetning og tímasetning: Ath ekki sama staðsetning alla dagana.
- september 2024 í húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, 108 Rvk.
- september 2024 í húsnæði EMDR stofunnar, Vallakór 4, 203 Kópavogur.
- september 2024 í húsnæði EMDR stofunnar, Vallakór 4, 203 Kópavogur.
Tímasetningar eru 8:30 til 17 alla dagana nema Roger ákveði annað en hann á það til að breyta tímasetningum lítillega. Hádegismatur er ekki endilega alltaf á sama tíma heldur ræðst oft af því hvar hann er staddur í fyrirlestrinum, en byrjar yfirleitt ca 12 til 12:30 og er yfirleitt í klst. Kaffihlé að morgni er yfirleitt í kringum 10:15 til 10:30 en ræðst líka eitthvað af því hvar hann er staddur í fyrirlestrinum. Kaffihlé eftir hádegi er yfirleitt minna skipulagt heldur ræðst af því hvar hver hópur er staddur í verklegum æfingum, og er þá tekið hlé á milli róteringa innan hópsins, s.s. þátttakendur taka ekki seinna hléið á sama tíma. Hægt er að kaupa mat í hádeginu á kaffistofu Hjálpræðishersins þann dag sem námskeiðið er þar og hina dagana er hægt að kaupa sér að borða í hádeginu í Krónunni í Vallakór.
Kröfur til þátttakenda:
Þátttakendur þurfa að hafa lokið EMDR Weekend 1 hluta ásamt 5 tímum af viðurkenndri handleiðslu hjá aðstoðarkennara eftir Weekend 1. Ef þátttakendur hafa ekki lokið handleiðsluskyldu hjá Gyðu þarf að senda staðfestingu á að hafa lokið handleiðsluskyldunni hjá öðrum handleiðara.
Handleiðsla eftir Weekend 2, þátttökustaðfesting og viðurkenningarskjal
Þátttakendur fá staðfestingu á þátttöku (20 tímar) að námskeiði loknu. Eftir námskeiðið þarf að ljúka aftur 5 tímum af handleiðslu og teljast þátttakendur þá hafa lokið grunnþjálfun og fá afhent viðurkenningarskjal um að hafa lokið grunnþjálfun í EMDR meðferð.
Athugið að handleiðslan er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu en hægt er að óska eftir að kostnaði við handleiðsluna sé bætt ofan á námskeiðsgjaldið. Gott er að taka það fram við skráningu.
Tímasetningar á handleiðsluhópum verða auglýstar að námskeiði loknu.
Endurtekning á Weekend 2
EMDR meðferðaraðilar sem hafa setið Weekend 2 áður og hafa áhuga á að sitja námskeiðið aftur fá helmings afslátt af námskeiðsgjaldinu og greiða því 83.000 kr.
Skráning, verð og greiðslufyrirkomulag:
Verðið á námskeiðinu er 166.000 kr. Kaffi, te og meðlæti fyrir og eftir hádegi er innifalið í verðinu.
Til að skrá sig má senda skráningarupplýsingar (nafn og kennitölu greiðanda, og taka fram ef netfang, gsm númer eða nafn og sími nánasta aðstandanda er breytt og setja þær upplýsingar þá með) á Gyðu á netfangið [email protected] Taka þarf fram hvort viðkomandi hafi séróskir varðandi meðlæti á námskeiðinu (vegan, glútenlaust, o.s.frv.).
Við skráningu er sendur reikningur í netbanka. Greiða þarf reikninginn í síðasta lagi 15. ágúst 2024. Athugið að ef stofnun eða vinnustaður er greiðandi að námskeiðsgjaldi þátttakanda þarf að vera öruggt að búið sé að greiða fyrir 15. ágúst, annars þarf umsækjandi að greiða sjálfur.
Ef hætt er við þátttöku eftir 15. ágúst fæst helmingur námskeiðsgjalds endurgreiddur. Athugið að handbókin er eingöngu fyrir þá sem sitja námskeiðið og fæst því ekki afhend þeim sem hætta við.
Þegar nöfn þátttakenda eru komin á hreint, verður sendur út póstur á þá með lista yfir nöfn þátttakenda og þeim boðið að láta vita ef það eru einhverjir í listanum sem þeir geta ekki unnið með (þarf ekki að tilgreina ástæður) og tekið verður tillit til þess þegar raðað verður í hópa fyrir námskeiðið.
Ef einhverjar spurningar vakna má senda póst á Gyðu á netfangið [email protected]