Loading Events

Kæru EMDR meðferðaraðilar! Núna í lok apríl kemur Gary Brothers til Íslands og býður okkur upp á námskeiðið

Integrated Treatment of Chronic Pain and Health Conditions: Utilizing Advanced EMDR Approaches and Nervous System-Driven Skills“.

Námskeiðið gagnast okkur EMDR meðferðaraðilum í vinnu okkar með skjólstæðinga sem eru með heilsuvanda og/eða langvarandi verki þar sem Gary fer vel yfir hvernig unnið er með verki með EMDR meðferð ásamt því að fara yfir margskonar verkfæri sem gagnast við langvarandi verkjum og heilsuvanda. Hann fer meðal annars yfir taugateygjanleika (neuroplasticity), taugakerfið og hvernig bilateral áreiti (BLS) getur gagnast í þessari vinnu, auk þess sem hann kennir okkur margs konar verkfæri sem hafa áhrif á langvarandi verki og heilsuvanda (sjá lista neðar á síðunni yfir allt sem farið er yfir á námskeiðinu). Þá fer hann yfir hvernig unnið er með heilsuvanda eins og vefjagigt, síþreytu og sjálfsónæmissjúkdóma.

 

Með orðum Gary Brothers: „Attend this training and gain a deep and broad understanding of the neurobiology and psychophysiology of pain and how many chronic health conditions are the result of a repeated disruption of the body’s systems individually and collectively. This training will teach an organized framework to effectively treat this population“.

 

Námskeiðið er í fyrirlestraformi en hann verður líka með sýnikennslu með sjálfboðaliðum úr sal og sýnir okkur vídeó til að kenna aðferðirnar og inngripin. Við fáum handbókina hans með öllum upplýsingum af námskeiðinu og í henni eru einnig útbýtti (handouts) sem við getum notað í vinnu með skjólstæðinga okkar. Þá verður tækifæri fyrir okkur til að æfa okkur í að nota aðferðirnar (practicum). Þá hvetur Gary þátttakendur til að spyrja spurninga og þess má geta að hann bregst áberandi vel við spurningum frá þátttakendum og útskýrir svör sín vel.

 

Það eru fá námskeið sem ég get mælt jafn mikið með og þetta námskeið: Gyða Eyjólfsdóttir, Ph.D., sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili og handleiðari.

 

Hvað munu þátttakendur læra?

  • Hvernig taugateygjanleiki vinnur bæði með og á móti fólki með langvinn verkja- og heilsufarsvandamál og hvernig hægt er að nýta sér taugateygjanleikann til að stuðla að bættri heilsu.
  • Hvernig streitu/ógnarkerfi líkamans er óaðskiljanlegur hluti og oft miðpunktur þróunar langvinnra verkja og heilsufarsvandamála.
  • Hvernig samverkandi þættir og aðstæður geta viðhaldið og aukið á verkjaupplifun og slæmt heilsufar.
  • Hvernig verkjaupplifun og slæmt heilsufar geta aukið á og viðhaldið þeim vítahringjum samverkandi aðstæðna.
  • Hvernig Polyvagal kenningin tengist langvinnum verkjum og hvernig hægt er að nota þá vitneskju til að draga úr eða lina verki.
  • Hvernig á að fullnýta EMDR verkjaprótókólið.
  • Hvernig á að hámarka nýtingu EMDR standard prótókól með þessum skjólstæðingahópi.
  • Önnur taugakerfisdrifin inngrip til að lina verki og stuðla að bata.
  • Hvernig hægt er að draga úr verkjaupplifun og aðstoða fók við að ná líkamlegum bata og virkni.
  • Skipulega umgjörð og kenningarlíkan til að meðhöndla skjólstæðinga með langvinna verki og heilsufarsvanda á áhrifaríkan hátt.

 

Um Gary Brothers

Gary er hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili og EMDR handleiðari. Hann er löggildur klínískur félagsráðgjafi með meira en 25 ára reynslu og hefur síðustu 14 árin sérhæft sig í að vinna með skjólstæðinga sem þjást af langvarandi verkjum og heilsuvanda ásamt áfallasögu og áfallastreituröskun. Hann segir sjálfur að hann sé nörd með mikinn áhuga á heilanum og taugalífeðlisfræði, og með því að liggja yfir þeim fræðum hefur hann þróað heildstæða nálgun varðandi geðheilbrigði og langvarandi verkjameðferð.

Gary er eftirsóttur fyrirlesari og hefur m.a. verið með erindi nokkrum EMDRIA ráðstefnum síðustu ár. Hann er með eigin stofu þar sem hann sinnir skjólstæðingum. Auk þess kennir hann á vinnustofum og þjálfar aðra meðferðaraðila í notkun aðferðanna sem hann ætlar að kenna á námskeiðinu. Hann notar EMDR meðferð samhliða öðrum aðferðum sem eiga sér grunn í taugavísindum og taugalíffræði.

 

Staðsetning og tímasetning:

Námskeiðið verður haldið í stóra sal Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík dagana 29. og 30. apríl næstkomandi. Skráning (afhending gagna) er frá kl. 8 til 8:30 og kennt er frá kl. 8:30 til 17. Hádegismatur er frá 12 til 13 og stutt hlé fyrir og eftir hádegi þar sem boðið er upp á hressingu, kaffi, vatn og te. Kaffiterían Kastalakaffi er á staðnum þar sem hægt er að kaupa hádegismat (hann er ekki innifalinn í verði námskeiðsins).

 

Hverjir geta tekið þátt?

Til að geta tekið þátt þarf að hafa lokið grunnþjálfun í EMDR meðferð (Weekend 1 og Weekend 2).

 

Skráning:

Skráning er til og með 20. apríl. Ekki er tekið við skráningum eftir það þar sem Gary þarf að hafa heildarfjölda þátttakenda áður en hann leggur af stað til Íslands þar sem hann kemur með handbækurnar að utan. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur ætlar að halda utan um skráningar og til að skrá sig má senda henni póst á [email protected] og gefa þarf upp nafn, kennitölu greiðanda og netfang sem reikningur á að berast á, auk þess að taka fram sérstakar mataræðisþarfir vegna hressingar í hléum. Ef einhverjar spurningar varðandi námskeiðið vakna má senda póst á Gyðu Eyjólfsdóttur á netfangið [email protected] Gyða er skipuleggjandinn að þessu námskeiði og flytur Gary Brothers inn.

 

Verð og greiðslufyrirkomulag:

Verð á þessu tveggja daga námskeiði er 89.500.  Greiða þarf fyrir námskeiðið í síðasta lagi 20. apríl annars fellur skráning niður. Ef vinnustaður er greiðandi þarf greiðsla einnig að hafa borist ekki síðar en 20. apríl. Hægt er að hætta við skráningu og óska eftir endurgreiðslu fram til 20. apríl en eftir það verður ekki hægt að fá endurgreitt sé hætt við þátttöku.

 

Annað

Gary hefur fengið íslenskan myndatökumann sem mun taka upp námskeiðið. Einungis Gary mun vera í mynd nema sjálfboðaliðar úr þátttakendahópnum sem eru til í að vera í sýnikennslu samþykki einnig að vera í mynd (ath ekki nauðsynlegt að samþykkja til að vera þátttakandi í sýnikennslu). Spurningar úr sal geta mögulega verið hluti af hljóðupptöku af námskeiðinu.

 

Umsagnir:

„Eitt af bestu námskeiðum sem ég hef farið á. Ótrúlega mikill fróðleikur pakkað í nokkrar klukkustundir. Farið vel yfir bæði kenningu og líffræði verkja ásamt því að láta manni í té öflug verkfæri til að takast á við vandann á heildrænan hátt. Ég mæli svo sannarlega með því, ekki bara fá þá sálfræðinga sem vinna með langvinna verki heldur alla.“

Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og EMDR meðferðaraðili

 

„Fræðin sem Gary fer yfir á þessu námskeiði fengu mig til að hugsa öðruvísi um langvarandi verki en áður. Verkfærin sem hann kennir eru öflug og magnað að sjá þau virka fyrir skjólstæðinga. Ég hlustaði á hann 2019 á EMDRIA ráðstefnunni fjalla um taugalíffræði og sállífeðlisfræði verkja, fylgdist svo með honum vinna með skjólstæðingi mínum aðra hvora viku í hálft ár og sat svo námskeiðið hans online 2021. Það eru fá námskeið sem ég get mælt jafn mikið með og námskeiðið hans. Ég hlakka til að sitja það aftur og læra meira.“

Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og EMDR meðferðaraðili/handleiðari

 

“This was one of the best trainings I have ever experienced! Gary, you are a fabulous presenter, and I would certainly love to engage in the consultations that you provide and would jump at the chance of taking further trainings that you facilitate. Thank you so much for a great experience, this has added great tools to my therapeutic toolbox. This is going to make me a more effective therapist. Thank you!!” – –webinar February 2023

 

“This was a wonderful training and exceeded my expectations. The content was thorough and well explained. The entire world needs to hear about this and learn this information and practices in the training. Wow! I’m excited to start practicing and utilizing this, along with doing some consultations.”   —webinar August 2022

 

“This was incredible! I loved all of the science and background info! It makes a huge difference to understand the science behind what we do, not only as a clinician, but for our clients.”  —webinar August 2022

 

“Gary Brothers is a master at making people feel good when they ask questions. He is attentive to them and complimentary to them for asking, and responds with kind words, along with thorough answers.” —webinar August 2022

 

“This is one of the best trainings that I have participated in. The wealth of information will be invaluable to the clients I work with. Presentation was great! Looking forward to future trainings that you offer.” —webinar February 2022

 

“I haven’t learned this much since my basic training. Since graduating college, this training was one of the most helpful.” —webinar February 2022

 

 

Yfirlit yfir efni og tímalínu námskeiðsins:

Day One:           8:00-8:30am    Registration

8:30am           Begin Workshop

8:30-12:00pm

  • Overview of workshop and Model of Care
  • Neurobiology and psychophysiology of pain
  • The nervous system and stress
  • Acute pain versus chronic pain
  • Short-term potentiation and depression versus long-term potentiation and depression
  • Neuroplasticity, pain and brain changes
  • UnPaining the Brain
  • Pain Gates
  • Sympathetic and parasympathetic nervous systems
  • Psychophysiological coherence versus incoherence and strategies to shift into coherence

12:00-1:00pm             Lunch

1:00-5:00pm

  • Polyvagal and pain
  • Somatic Focused Bilateral Stimulation
  • Vagus Nerve Stimulation with Positive Cognitions (with and without BLS)
  • Video Demonstrations and Practicum
  • Default mode network versus the task positive network
  • Somatic Perceptions
  • Demonstration

5:00pm           End Day One

(2 short bathroom breaks will be provided, one in the morning and one in the afternoon)

 

Day Two:           8:00-8:30am    Registration

8:30am           Begin Workshop

8:30-12:00pm

  • The Chemical Body – neurotransmitter and biochemical imbalances
  • Extracellular matrix
  • Self-Soothing with GABA (Nadi Shodhana, BLS for GABA release)
  • Fibromyalgia
  • Chronic Fatigue Syndrome
  • Autoimmune Disorders

12:00-1:00pm             Lunch

1:00-5:00pm

  • EMDR Pain Protocol
  • Video Demonstration and Practicum
  • EMDR Standard/Therapy Protocol for chronic pain clients
  • Using EMDR Pain Protocol in conjunction with EMDR Standard/Therapy Protocol
  • Empathy versus Compassion and Self-Care

5:00pm           End Day Two

(2 short bathroom breaks will be provided, one in the morning and one in the afternoon)

 

 

 

Deildu á samfélagsmiðla