Rósa sinnir meðferð fullorðinna og ungmenna.

Hún býður upp á meðferð á íslensku, ensku og frönsku.

Helstu viðfangsefni eru:

  • Áföll og áfallastreituröskun
  • Tenglsavandi
  • Þunglyndi
  • Kvíði
  • Fíknivandi
  • Meðvirkni

Helstu meðferðarform

  • EMDR áfallameðferð
  • Listmeðferð
  • Partameðferð
  • Núvitund
Rósa Richter
Rósa RichterSálfræðingur

Tímapantanir

546-0406

Beint númer

692-4439

  • EMDR áfallameðferð
  • Listmeðferð (Expressive Art Therapy)
  • Meðferð við fíknivanda og meðvirkni
  • Núvitund
  • Yoga
  • EMDR og listmeðferðarhópar
  • EMDR þjálfun

Rósa tók grunnþjálfun í EMDR hjá Philip Mansfield árið 2013 og hefur haldið áfram að mennta sig í þeirri meðferð með símenntun og þátttöku í EMDR námskeiðum. Þar á meðal eru námskeið um notkun:

  • EMDR við fíknivanda
  • EMDR við langvarandi áfallastreitu (Complex trauma)
  • EMDR og partavinnu

Rósa hefur unnið með hópum frá árinu 2003.

Hún hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglinga og árið 2014 skapaði hún meðferðarform fyrir hópa sem sameinar listmeðferð og EMDR.

Hún hefur boðið upp á hópmeðferðina á sjúkrastofnun sem og í formi námskeiða.

Rósa er félagi í Sálfræðingafélagi Íslands.

Rósa hefur starfað með fullorðnum, ungmennum og börnum á eftirfarandi vinnustöðum:

  • Eigin sálfræðistofa
  • Heilsustofnun NFLÍ
  • Centre for Creative Growth, Berkeley
  • Sjálfsstyrkingarhópar við menntaskóla í Kaliforníu
  • Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
  • Öskjuhlíðarskóli

Rósa er uppalin í Lúxemborg og hefur lokið háskólanámi í ensku og postgraduate diploma í túlkun og þýðingum.

Hún starfaði sem þýðandi og ráðstefnutúlkur um tímabil en hefur sinnt því starfi sem aukastarf í 15 ár.

Tungumálin sem Rósa vinnur með eru:

  • enska
  • franska
  • þýska
  • íslenska