Margrét veitir meðferð fyrir börn og fullorðna

Helstu viðfangsefni hennar eru:

  • Áföll og áfallastreita
  • Afleiðingar áfalla og úrvinnsla þeirra
  • Hugrof
  • Tengslavandi

Margrét vinnur með börn sem hafa orðið fyrir áfalli

Helstu meðferðarform

Hún beitir:

  • EMDR áfallameðferð
  • Prolonged exposure meðferð
  • Áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð fyrir börn

Margrét heldur fyrirlestra um málefni eins og áföll og afleiðingar áfalla. 

Hún heldur námskeið um kulnun, hluttekningarþreytu, álag og áföll í starfi og handleiðir fagfólk.

Margrét Blöndal, B.Sc
Margrét Blöndal, B.ScHæfnivottaður EMDR meðferðaraðili og handleiðari - Hjúkrunarfræðingur
Hæfnivottaður meðferðaraðili og handleiðari af EMDR Íslandi og EMDRIA. EMDR Institute facilitator (leiðbeinandi).

Tímapantanir

546-0406

  • EMDR áfallameðferð
  • Úrvinnsla áfalla
  • Afleiðingar áfalla í æsku
  • Tengslavandi
  • Áfallastreita fullorðinna til dæmis eftir:
    • Ofbeldi
    • Slys
    • Kynferðislegt ofbeldi
    • Skyndileg andlát
  • Börn sem hafa orðið fyrir áfalli
  • Áfallatengd sorgarúrvinnsla
  • Afleiðingar sjúkrahússvistar í æsku

Margrét lauk EMDR þjálfun árið 2006 og hefur verið virk í endurmenntun á sviði flókinna áfalla og EMDR meðferðar.  

Margrét er viðurkenndur EMDR meðferðaraðili (EMDRIA certified therapist in EMDR therapy), EMDR viðurkenndur facilitator (leiðbeinandi) og EMDR viðurkenndur handleiðari.

Hún hefur sótt sér handleiðslu hérlendis og erlendis.

Margrét vann á Landspítala í 30 ár, meðal annars á:

  • Áfallamiðstöð og Neyðarmóttöku vegna nauðgunar
  • Unglingadeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL)
  • Bráðainnlagnardeild geðsviðs
  • Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut

Önnur störf

Hún var í stuðnings- og ráðgjafarteymi fyrir starfsfólk Landspítala.  Þá var hún í samráðshópi áfallahjálpar í Samhæfingarstöð almannavarna og vann að heildarskipulagi almannavarna um áfallahjálp á neyðartímum. Sá um samhæfingu hjúkrunarþjónustu á Eitrunarmiðstöð Landspítala.

Margrét er stundakennari við Háskóla Íslands. Hún hefur kennt við heilbrigðisvísindasvið, félagsvísindasvið og kennir hjá Endurmenntun HÍ.  

Hún hefur haldið um árabil fyrirlestra og námskeið um áfallahjálp, afleiðingar áfalla og kulnunar, bæði á Landspítala og víða um land.  Auk þess er hún leiðbeinandi hjá Rauða krossi Íslands í sálrænum stuðningi.

Margrét útskrifaðist hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1988 og hefur lokið sérhæfðum námskeiðum í meistaranámi á geðsviði.

Meðferðarform sem Margrét notar og hefur fengið þjálfun í eru:

  • EMDR  
  • „Prolonged Exposure Therapy“ 
  • Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir börn

Hún hefur sótt mörg þjálfunarnámskeið hjá viðurkenndum, erlendum EMDR meðferðaraðilum.  

Margrét lauk þjálfun sem EMDR Institute aðstoðarkennari árið 2018. Hún aðstoðar við kennslu á EMDR námskeiðum fyrir fagfólk. Hún er hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili af EMDR Evrópu/EMDR Ísland og EMDRIA. Þá er hún viðurkenndur handleiðari hjá EMDRIA og EMDR Ísland/EMDR Evrópu viðurkenndur handleiðari.

  • Framsýn rannsókn á sálrænum áhrifum jarðskjálfta á Suðurlandi árið 2008
  • Framsýn rannsókn á eitrunum á Íslandi 2001 – 2002
  • Margrét hefur setið í ýmsum nefndum tengdum aðkomu heilbrigðisþjónustu fyrir þolendum áfalla
  • Hún sat í stjórn Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum 
  • Hún var ritstjóri tímarits Umhyggju
  • Sat í námsbrautarstjórn í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands frá 1984-1988
  • Sat í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga frá 1989 og vann að stofnun nýs félags hjúkrunarfræðinga: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Sat í stjorn FÍH sem ritari frá 1994 til 1998.
  • Hefur verið ritari í stjorn EMDR Ísland frá 2018 og formaður EMDR Ísland frá 2022