Oddný Jonsdóttir veitir meðferð fyrir ungmenni 18-25 ára, fullorðna, pör og fjölskyldur.

Helstu viðfangsefni hennar eru:

  • Einstaklingsmeðferð
  • Para og fjölskyldumeðferð
  • Handleiðsla fyrir fagaðila
  • Handleiðsla fyrir vinnustaði og stjórnendur
  • Sáttamiðlun
  • Hópmeðferð

Helstu meðferðarform

  • Díalektisk atferlismeðferð (DAM)
  • Tengslamiðuð parameðferð (Emotionally Focused Couples and Family Therapy)
  • Gottman Method of Relationship Therapy
  • Öryggishringurinn (Circle of Security)
  • Núvitund
  • EMDR áfallameðferð (Eye Movement Desensitization and Reprocessing)

Oddný hefur verið að vinna töluvert með ungmennum hjá Berginu Headspace. Einnig hefur hún verið að sinna meðferðarvinnu einstaklinga í sjálfsskaða og sjálfsvígshættu hjá Píeta samtökunum ásamt sorgarúrvinnslu fyrir aðstandendur.

Oddný Jónsdóttir
Oddný Jónsdóttir Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Tímapantanir

546-0406

  • EMDR áfallameðferð
  • Depurð
  • Sorgarúrvinnsla
  • Tengslavandi
  • Brotaþolar kynferðisofbeldis og aðstandendur
  • Endometriosis og hið tilfinningalega álag sem að fylgir sjúkdómnum.
  • Ófrjósemi
  • Para og fjölskyldumeðferð
  • Handleiðsla fagfólks og stjórnenda
  • Skilnaðar og uppeldisráðgjöf
  • EMDR-level 1
  • Dinner and a movie: Complex Trauma með Roger Solomon, Ph.D, 2022

Árið 2018 starfaði Oddný á Landsspítalanum, Laugarás – meðferðarkjarna fyrir ungt fólk sem að sérhæfir sig í snemmíhlutun við byrjandi geðrofssjúkdómum þar sem áhersla var lögð á að meðhöndla geðrofseinkenni. Í vinnu sinni með þjónustuþegum, foreldrum þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum fékk hún reynslu af því að starfa eftir nálgunum fjölskyldumeðferðar og greiningu geðrænna vandkvæða.

Oddný hefur undanfarin ár starfað sem meðferðaraðili hjá Píeta samtökunum þar sem hún sinnir meðferðarvinnu einstaklinga í sjálfsskaða og sjálfsvígshættu og nýtir þar bæði hugræna atferlismeðferð og díalektríska atferlismeðferð (DAM). Einnig sinnir hún sorgarúrvinnslu fyrir aðstandendur einstaklinga sem hafa framið sjálfsvíg.

Á vormánuðum 2020 gekk Oddný til liðs við ráðgjafa og stuðningssetrið Bergið-Headspace en þar sinnir Oddný faglegri ráðgjöf fyrir ungt fólk frá 12 ára upp að 25 ára aldri. Ráðgjöfin felur í sér að hlusta á ungt fólk og meta vanda þess, veita ráðgjöf og ef þörf er á að hjálpa viðkomandi að fá meðferð eða annars konar aðstoð.

Oddný hefur einnig starfað hjá Stigamótum þar sem unnið er með hvers kyns kynferðisofbeldi sem á sér ýmsar birtingarmyndir og hefur oft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Vinnan felur í sér að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og hvernig hægt sé að nýta hann til þess að breyta eigin lífi. Einnig var hluti af verkefnum hennar fyrir Stigamót að sinna fræðslu og ráðgjöf til aðstandenda einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Oddný hefur rekið sína eigin meðferðarstofu frá árinu 2020 og sækir sér reglulega handleiðslu annara sérfræðinga.

  • Handleiðslunám frá Háskóla Íslands
  • Nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi frá Endurmenntun Háskóli Íslands
  • Sáttamiðlun frá Sáttamiðlaraskólanum
  • M.A í félagsráðgjöf frá Háskóli Íslands
  • B.A í félagsráðgjöf frá Háskóli Íslands

Einnig er Oddný að vinna að rannsókn á meistarastigi við Háskóla Íslands sem felur í sér sérhæfða þverfaglega þekkingu innan fjölskyldumeðferðar. Rannsóknin snýst um að skoða áhrif tengslavanda innan fjölskyldna á sjálfsvígshættu einstaklinga.

  • Solihull Approach Resource, 2021
  • Using Cognitive-Behavioral Therapy to Help Suicidal Patients Choose to Live, 2020
  • Hugræn innsæisþjálfun (DBT), 2019
  • Áhugahvetjandi samtalstækni (IM), 2019.
  • Saman gegn ofbeldi, 2015
  • Mikilvægi fyrstu 1000 daganna í lífi barns, 2015
  • Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, 2011
  • Áföll, sorg og sálræn skyndihjálp, 2009