Art of EMDR námskeið með Roger Solomon, Ph.D
9. september - 12. september
| Kr164.000Art of EMDR í síðasta sinn á Íslandi!
Námskeiðið sem má endurtaka aftur og aftur og læra nýja hluti í hvert sinn 😊
Þann 10.-12. september næstkomandi verður í fimmta og síðasta sinn boðið upp á námskeiðið Art of EMDR með Roger Solomon. Á hverju Art of EMDR námskeiði fer Roger Solomon yfir það nýjasta í EMDR fræðunum, fléttar saman við partavinnu sem gjarnan er notuð í vinnu með hugrof og flókna áfallastreituröskun.
Kennsla fer fram með umræðum, sýnidæmum, stundum vídeóum, handleiðslu, o.fl. Þátttakendur vinna saman í tveggja manna hópum og æfa sig hver á öðrum á námskeiðinu þannig að hver og einn þarf að vinna með eitthvað efni sem truflar eða veldur vanlíðan. Hér má velja að fara vel á dýptina og í lagi að velja „stærri áföll“ til að vinna úr. Hvert par fær um 90 mínútur í vinnu og hægt er að fara í partavinnu og/eða EMDR úrvinnslu. Roger og aðstoðarkennarar fara á milli og handleiða vinnu ykkar.
Hér er nánari lýsing: This advanced workshop will teach the Art of EMDR, with a special focus on EMDR with complex trauma. The “Art” of EMDR is expressed in numerous ways: the dance of attunement during bilateral stimulation; knowing when to interweave vs. “staying out of the way”; reading the signs of reprocessing; working with phobia of affect/traumatic material; and knowing what to do when the processing isn’t moving along as expected. This workshop will teach Preparation Phase strategies to prepare for the complexities of treating trauma, and then will help participants expand and integrate their knowledge and skills in applying the “art” of EMDR in the Standard Protocol through live demonstrations and advanced practica. The workshop is limited to clinicians who have completed an EMDRIA/EMDR Institute/EMDR Europe approved basic EMDR training.
Advanced Learning Topics Include:
- A framework to understand the application of EMDR to complex trauma within a phase-oriented approach
- Case Conceptualization & Target Selection
- Preparation strategies for EMDR with complex cases (e.g., organizing the personality systems; developing coconsciousness; dealing with phobia/avoidance of affect)
- Negative and Positive Cognition Selection
- Recognizing Signs of Processing
- Fine-tuning the Application of Dual Attention Stimulation to Maximize Processing
- Clinical Containment Issues
- Knowing when to interweave vs. “stay out of the way”
- Consolidating Treatment Gains
Um kennarann:
Sálfræðinginn Roger M. Solomon, Ph.D, www.rogermsolomon.com þekkja flestir EMDR meðferðaraðilar á Íslandi. Roger hefur haldið Art of EMDR námskeiðin víðsvegar um heiminn og verður þetta í fimmta og síðasta sinn sem Artið verður haldið á Íslandi. Roger heldur námskeið víðsvegar, sem og erindi á EMDR ráðstefnum um allan heim. Hann hefur einnig birt ýmsar fræðigreinar og gaf nýlega út bók um vinnu með sorg. Hann er í samstarfi við óteljandi fræðinga og meðferðaraðila sem eru fremstir í flokki í EMDR meðferð og í vinnu með hugrof út frá Theory of Structural Dissociation og þau læra öll hver af öðru og hann deilir því síðan með okkur á Art of EMDR námskeiðinu.
Á grunnþjálfunarnámskeiðunum (Weekend 1 og 2) notar hann eingöngu þær aðferðir sem er verið að kenna en á Art of EMDR fléttar hann öllu saman! Það er gaman að sjá hversu vel Roger nýtur sín á þessum námskeiðum – þarna fær öll hans þekking og kunnátta að blómstra og það er frábært að fá að læra af honum þar sem hann nýtur sín til fulls. Þá sést virkilega vel hversu vel hann les skjólstæðinginn, og nýtir alls konar verkfæri, partavinnu og annað sem þarf til að hjálpa skjólstæðingnum til að vinna úr því sem hann er að takast á við.
Aðstoðarkennarar:
Gyða Eyjólfsdóttir, Ph.D, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði og Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur, núverandi formaður EMDR á Íslandi. Báðar eru þær EMDRIA og EMDR Europe viðurkenndir handleiðarar og EMDR Europe og EMDR Institute viðurkenndir aðstoðarkennarar.
Kröfur til þátttakenda:
Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim meðferðaraðilum sem hafa lokið grunnþjálfun i EMDR meðferð – s.s. Weekend 1 og 2. Þau sem eru að klára Weekend 2 núna í september mega skrá sig á Artið og fá þá jafnframt 10% afslátt af námskeiðsgjaldinu fyrir Artið.
Þegar nöfn þátttakenda eru komin á hreint, verður sendur út póstur á þá með lista yfir nöfn þátttakenda og þeim boðið að láta vita ef það eru einhverjir í listanum sem þeir geta ekki unnið með (þarf ekki að tilgreina ástæður) og tekið verður tillit til þess þegar raðað verður í hópa fyrir námskeiðið.
Skráning, verð og greiðslufyrirkomulag:
Verðið fyrir námskeiðið er 164.000 kr. Kaffi, te og meðlæti fyrir og eftir hádegi er innifalið í verðinu. Hádegismatur er ekki innifalinn en hægt er að kaupa hádegismat á kaffihúsi Hjálpræðishersins en námskeiðið verður haldið í húsnæði hersins.
Til að skrá sig má senda skráningarupplýsingar (nafn og kennitölu greiðanda, GSM númer, ásamt nafni og GSM númeri nánasta aðstandanda) á Gyðu á netfangið [email protected] Taka þarf fram hvort viðkomandi hafi sérstakar óskir varðandi meðlæti á námskeiðinu (vegan, glútenlaust, ofnæmi, o.s.frv.).
Við skráningu er sendur reikningur í netbanka. Greiða þarf reikninginn í síðasta lagi 25. ágúst 2024. Athugið að ef stofnun eða vinnustaður er greiðandi að námskeiðsgjaldi þátttakanda þarf að vera öruggt að búið sé að greiða fyrir 25. ágúst, annars þarf umsækjandi að ganga sjálfur frá greiðslu. Athugið að skráningin er ekki staðfest fyrr en búið er að greiða reikninginn. Búast má við töluverðri eftirspurn þar sem Roger sagði í fyrr að þetta verður í síðasta sinn sem hann kemur með Art of EMDR til Íslands og því mikilvægt að greiða sem fyrst til að tryggja sér pláss.
Ef hætta þarf við þátttöku eftir 25. ágúst fæst helmingur námskeiðsgjalds endurgreiddur.
Athugið að þátttakendur á Artinu þurfa einnig að sitja námskeiðið Theory of Structural Dissociation of The Personality sem haldið er mánudaginn 9. september (kl. 9-17). Þau sem hafa setið námskeiðið áður þurfa samt að sitja það aftur og munu læra meira því það er líka námskeið sem má endurtaka oft til að bæta við sig þekkingu.
Staðsetning:
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík.
Mánudaginn 9. september (9-17) – Þessi hluti er undirbúningur undir Artið – Theory of Structural Dissociation of The Personality og munu fleiri sitja það en þátttakendur á Artinu.
Þriðjudaginn 10. september (9-17) Art of EMDR
Miðvikudaginn 11. september (9-17) Art of EMDR
Fimmtudaginn 12. september (9-13/14:30) Art of EMDR
Ef spurningar – þá má senda á Gyðu á netfangið [email protected]